Núvitund gegn streitu - 6.september
Jógasetrið.

mer. 06/09/2017 de 20h15 à 21h45

Fuseau horaire : Reykjavik

Jógasetrið.
Skipholt 50c
105 Reykjavík
Iceland
6. sept. - 25.október
Miðvikudaga kl. 20.15 -21.45
Sérnámskeið - 8 vikur
Verð 24.000kr.
Núvitund (mindfulness) er náttúrulegur eiginleiki hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast, á meðan það gerist án þess að dæma það á nokkurn hátt. Hægt er að þjálfa sig á kerfisbundin hátt í því að vera meira hér og nú.
Rannsóknir sýna í vaxandi mæli að núvitund (mindfulness) ýtir undir andlega og líkamlega vellíðan og auðveldar okkur að takast á við ákoranir og verkefni í lífinu. Þessi nálgun hefur verið notuð á áratugi í löndum í kringum okkur með góðum árangri.”
Kennari er Gunnar L. Friðriksson.
Gunnar hefur lokið leiðbeinendanámskeiði frá Mindfulness Association. Einnig farið á ýmis námskeið heima og erlendis í núvitundarhugleiðslu, m.a. í Samyeling, tíbetsku klaustri staðsettu í Skotlandi. Gunnar starfar nú sem heilsunuddari og sjukraliði. Undanfarin ár hefur Gunnar kennt hjá Hugleiðslu og friðarmiðstöðinni. Einnig á vegum Hjúkrunnarfélags Íslands og fyrir sjúkraliða.
MEÐMÆLI
"Helstu væntingar mínar til námskeiðsins voru þær að núvitundaræfingar gætu leitt til betri samskiptafærni. Námskeiðið stóð algerlega undir væntingum. Gunnar tengdi æfingarnar við athafnir daglegs lífs sem gerði það að verkum að þjálfunin varð áreynslulaus og eðlilegur hluti af deginum. Gunnar er afar fær kennari með góða nærveru. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði" KLÞ
Rannsóknir sýna góðan árangur:
Minni streita
Betri svefn
Meiri skýrleik
Öflugri einbeiting
Betra minni
Jákvæðara hugarfar
Meiri félagslegsfærni
Betri samskipti
Meiri ánægja og gleði
Meiri líkamleg vellíðan
Jafnari blóðþrýstingur
Öflugra ónæmiskerfi
Hamingjusamari heili (“Positive Neuroplastic Effects”)
Nánar á http://jogasetrid.is/namskeid/nuvitund/
Source: www.facebook.com