Heiðurstónleikar Serge Gainsbourg
Hannesarholt

samedi 19 de 17h30 à 18h10

Fuseau horaire : Reykjavik

Hannesarholt
Grundarstígur 10
101 Reykjavík
Iceland
::: GAINSBOURG :::
Heiðurstónleikar Serge Gainsbourg
I know my limits, that’s why I’m beyond
- Serge Gainsbourg
Á Menningarnótt verða haldnir í Hljóðbergi tónleikar til heiðurs tónlistargoðsögninni Serge Gainsbourg.
Serge Gainsbourg var franskur söngvari, textahöfundur, píanóleikari, tónskáld, leikari og leikstjóri. Hann fæddist árið 1928 en hann lést árið 1991. Hann var mjög vinsæll en jafnframt umdeildur; lifði hröðu og villtu líferni og gekk iðulega fram af fólki með framferði sínu og orðum.
Tónlist Gainsbourgs er fjölbreytt, og nánast útilokað að fella undir einn hatt, enda varla sú tónlistarstefna til sem Gainsbourg daðraði ekki við. Þar á meðal eru djass, mambó, heimstónlist, franskar ballöður og popp, og stundum jafnvel rokk, reggý, raftónlist, diskó og nýbylgja. Gainsbourg var einstakur meðal franskra söngvaskálda. Textar hans voru einstaklega hugvitslega ortir; fyndnir og fullir af orðaleikjum sem gengu stundum fram af fólki.
Á Menningarnótt verða lög Gainsbourgs flutt í jazzútsetningum, en sveitin hefur áður spilað á Þjóðlagahátíð á Siglufirði og víðar við frábærar undirtektir.
Sveitina skipar einvalalið tónlistarfólks sem öll hafa verið áberandi á íslensku tónlistarsenunni:
Unnur Sara Eldjárn, söngur
Daníel Helgason, gítar
Alexandra Kjeld, kontrabassi
Halldór Eldjárn, trommur
Eftir tónleikana verður hægt að leggja leið sína upp í Veitingastofur Hannesarholts, þar sem verða á boðstólum fisk- og grænmetisréttir, ásamt veglegu kökuborði og úrvali kaffidrykkja.
Sjáumst í Hannesarholti á Menningarnótt
Source: www.facebook.com